Sykursyki - tegund 1   /     Insúlíndæla - Basal og Bolus eftir þörfum

Description

Insúlíndæla skammtar stöðugan grunnskammt, basal, allan sólarhringinn. Bolus, máltíðarskammtur er gefinn fyrir hverja máltíð. Samspil Basal og Bolus líkir eftir heilbrigðu brisi eins og hægt er.Insúlínið fer um plastslöngu til líkamans, um plastlegg sem er lagður á 2 daga fresti. Með insúlíndælu er auðvelt að gefa sér margar insúlínsgjafir á dag.Hægt er að geyma dæluna í buxnavasa, brjóstahaldara, eða buxnastreng. Þegar farið er í sund, eða erfiðar æfingar stundaðar, þá er dælan aftengd, þó aldrei lengur en 2 klst.Í myndskeiðinu er sýnt hvernig hægt er að stilla insúlíndæluna á marga mismunandi vegu eftir aðstæðum hverju sinni.Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að halda einkennum í skefjum má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Ef þú vilt sækja video-ið í símann þinn, þá geturðu farið inn á sykursyki.blogspot.com og fundið QR kóðafyrir símann þinn.Notaðu QR kóða lesara í símanum þínum til að hlaða niður myndbandinu, eða afritaðu slóðinahttp://goo.gl/xwN1Bí vafrann þinn.Fyrir þá sem vilja nota iTunes spilarann, þá er podcast útgáfa fáanleg sem niðurhal á slóðinni : ...(væntanlegt)Viljum benda á eftirfarandi vefslóðir, en þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar :- Landspítalinn : http://www.lsh.is- Dropinn, samtök sykursjúkrabarna : http://www.dropinn.is- Samtök Sykursjúkra : http://www.sykursyki.is- Inter Medica : http://www.inter-medica.is - Matís : http://www.matis.is

Summary

Podcast útgáfa af myndskeiðum Þórs Elís Pálssonar um sykursýki tegund 1. Myndskeiðin voru unnin í samstarfi við Ragnar Bjarnason, yfirlækni, og Elísabetu Konráðsdóttur, hjúkrunarfræðing, á Barnaspítala Hringsins.

Subtitle
Um sykursýki, tegund 1 - Almennar upplýsingar og ráð
Duration
Publishing date
2013-02-17 20:39
Link
http://feedproxy.google.com/~r/Sykursyki-tegund1/~3/HtDSQpHncn4/insulindla-basal-og-bolus-eftir-orfum.html
Contributors
  Þór Elís Pálsson
author  
Enclosures
http://s.greenqloud.com/sykursyki/insulindaela_s.m4v
video&/x-m4v