Gummi og Steinke fengu góðan gest í Thule-stúdíóið á mánudagskvöldi því sjálfur Nablinn, Andri Már Eggertsson, mætti til þess að fara yfir enska boltann. Mikið er rætt um Manchester United en það er dökkt ský yfir Old Trafford þessa stundina. Er farið að hitna undir Erik ten Hag? Farið er yfir alla umferðina en það er ansi áhugaverð umferð að baki í enska.