Cole Palmer með alvöru sýningu á brúnni og er sá fyrsti til þess að skora fernu í fyrri hálfleik frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992. Draumamark bakvarðarins dugði ekki til á Emirates. Liam Delap með tvennu fyrir Traktors strákana. Liverpool fóru á toppinn með því að leggja Úlfana 1-2 á meðan Man City mátti sætta sig við stig gegn sterkum Newcastle mönnum í norðrinu og Man Utd steinlá á heimavelli gegn Tottenham.