Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 7. desember. Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir fréttir vikunnar og fá svo tvo góða gesti í heimsókn. Andri Rúnar Bjarnason kvaddi Vestra og gekk í raðir Stjörnunnar nýlega. Elías Ingi Árnason dómari ræðir um dómgæsluna og mistökin sín sem gerðu Skagamenn bálreiða.