Síðustu leikirnir fyrir jól í ensku úrvalsdeildinni voru leiknir núna um helgina. Síðasti leikurinn var stórslagur Tottenham og Liverpool sem endaði með mikilli markasúpu. Það verða svört jól í Manchester þar sem bæði City og United eru í slæmum málum. Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson er sérstakur gestur þáttarins en hann hefur verið að gera virkilega skemmtilega hluti að undanförnu; í spurningaþáttunum Kviss og í uppistandssýningunum Meiri Púðursykur. Hann var þá að gefa út ný spil fyrir jólin, Pöbbkviss 4 og Krakkakviss 4. Björn Bragi er stuðningsmaður Tottenham en hann fer yfir leikina helgarinnar ásamt Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni og Magnúsi Hauki Harðarsyni.