Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær og enduðu leikar með jafntefli í fjörugum leik. Það má svo sannarlega telja þetta til óvæntra úrslita þar sem flestir bjuggust nú við öruggum sigri Liverpool. Drummerinn sjálfur, Jóhann D Bianco, var ekki einn þeirra en hann er mikill stuðningsmaður Manchester United og hafði trú á sínum mönnum fyrir leikinn. Joey var gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag og fór yfir málin ásamt Guðmuni Aðalsteini og Magnúsi Hauki Harðarsyni. Farið var mikið yfir leik Liverpool og Man Utd, og þá var snert á öðrum leikjum helgarinnar.