Freyr Alexandersson er tekinn við sem þjálfari Brann í Noregi og hann stefnir á að hjálpa liðinu að vinna sinn fyrsta meistaratitil síðan 2007 þegar þrír Íslendingar léku með liðinu. Það er gríðarlegur áhugi á Brann í borginni Bergen og hefur Freyr aldrei kynnst annarri eins fjölmiðlaathygli eins og síðustu daga. Hann gaf Fótbolta.net hálftíma í dag til að fara yfir nýja starfið. Freyr var líka inn í myndinni hjá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarf Íslands en í viðtalinu hér að ofan ræðir Freyr jafnframt um dagana áður en hann tók við Brann.