Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður Stjörnunnar, er sérstakur gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu þennan föstudaginn. Andri er stuðningsmaður Manchester United sem hefur farið býsna vel af stað á árinu 2025. Man Utd vann endurkomusigur á Southampton í gær þar sem Amad Diallo skoraði þrennu. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stýrir þættinum og Magnús Haukur Harðarson er að venju með. Farið er yfir síðustu leiki og stöðuna í deildinni.