Fotbolti.net   /     Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad

Description

Elísabet Gunnarsdóttir var í gær ráðin landsliðsþjálfari Belgíu eftir að hafa verið í smá fríi frá fótbolta. Hún skrifaði undir samning til sumarsins 2027. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA (Ísland er í fjórtánda sæti) og verður eins og Ísland meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgía er með Portúgal, Ítalíu og Spáni í riðli. Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verð án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad haustið 2023. Hún var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi í fyrra en ekkert varð úr því að hún tæki við liðinu. Þar á undan var hún orðuð við stórlið Chelsea og norska landsliðið. Beta er 48 ára og hefur á sínum ferli stýrt ÍBV, Val og Kristianstad. Hún var í fimmtán ár hjá Kristianstad og gerði mjög eftirtektarverða hluti með liðið. Í dag ræddi Beta við Fótbolta.net um nýja starfið og tímann eftir Kristianstad.

Subtitle
Duration
Publishing date
2025-01-21 18:30
Link
http://utvarp.fotbolti.net/radio/beta.mp3
Contributors
  gudmundur@fotbolti.net
author  
Enclosures
http://utvarp.fotbolti.net/radio/beta.mp3
audio/mpeg