Liverpool jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina þar sem Arsenal missteig sig. Manchester United var skellt aftur á jörðina og Bournemouth sýndi magnaða frammistöðu gegn Newcastle. Þá skoraði Manchester City sex mörk á milli þess sem félagar verslar inn leikmenn. Þá er Tottenham í frjálsu falli og Ange Postecoglou er í veseni. Baldvin Már Borgarsson og Sölvi Haraldsson eru gestir í þessum þætti en Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stýrir.